Basic breyting er að skipta út pústkerfi og loftsíu. Setja loftsíuna þar sem hún fær ferskt loft og jafnvel hafa hitaskjöld á milli hennar og vélarinnar. Hafa pústið nógu stórt (alls ekki of stórt, það dregur úr afli ef eitthvað er).
Hækka þjöppunarhlutfallið.
Fá þér tölvukubb í hann.
Svo ef þú vilt fara í alvöru breytingar þá getur þú sett á hann forþjöppu, frekar turbo en supercharger þar sem turbína er léttari og gefur meira afl (í lang flestum tilfellum). Þá er líka gott að hafa turbotimer og jafnvel skoða eitthvað eldsneytiskerfi. Ég veit ekki hvort hægt er að fá heita knastása fyrir þessa bíla, en það er líka fín viðbót við vélina.
Svo er bara að muna að allar svona breytingar hafa áhrif á eldsneytiseyðslu og endingu bílsins.
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.