ég er með vandamál með hægaganginn á bílnum hjá mér.
hann helst alveg í 900 sn. í starti og alltílagi með það.
en í akstri þá hleypur hann í 2-4þús sn. uppúr þurru. þótt ég sé ekkert að stíga á bensíngjöfina.
stundum þegar ég er að skipta á milli gíra og sleppi bensíngjöfunni þá fer snúningur ekkert niður.
ég hef tekið eftir að ef ég sný smá stýrinu hægri-vinstri þá hættir þetta. og fer í réttann hægagang. gæti þetta verið eitthvað vacum tengt ?
ég fór með bílinn einu sinni í stillingu því ég var að skipta um ECU, og þá var mér sagt að hægagangsmótorinn væri orðinn lélegur hjá mér.
gæti þetta verið hann sem er að stríða mér ? eða einhverjir skynjarar farnir ?
ég var nýbúinn að taka mælaborðið úr bílnum til að gera við annan hlut. þetta byrjaði eftir ég setti það aftur í. en ég sé einganvegin hvernig það hefur átt að hafa einhver áhrif á þetta. ég hef prufað að taka það aftur úr til að tjekka.
er þetta ekki bara tilviljun ?