Þetta fyrirkomulag mun fljótlega tilheyra fortíðinni. Frá og með 1. júlí næstkomandi munu menn borga á dælu eins og verið hefur með bensínið.
Þetta voru bara tvö kerfi. Ef þú átt díselbíl þá getur þú valið um það að borga þungaskatt eða hafa mæli og borga miðað við kílómetratölu. Þú sleppur svo við að borga þessi gjöld á bensínstöðinni.
Ef þú ert með bensínbíl þá borgar þú þessi gjöld í hvert skipti sem þú dælir á tankinn.
Ef menn keyra mikið þá fá þeir í raun afslátt með því að vera á díselbíl og velja fastagjaldið.
En eins og ég sagði, þetta fyrirkomulag verður fljótlega aflagt.
JHG