strákar nýkomnir með bílpróf eru hættulegastir, en ég bendi líka á að stelpur nýkomnar með bílpróf eru ekkert rosalega betri, ég hef séð tuginn af aftaná keyrslum því að stelpan var að tala í síman eða við vinkonu,
Strákar lenda í árekstrum þegar þeir eru að keyra hættulega, annars hef ég séð lítið af svona litlum árekstrum tengda strákum, þá er þetta “háska akstur”
Hverjir hér strákar eða stelpur hafa lent í árekstri, og hvernig bar það að, þ.e hverjum er um að kenna,
Ég lenti í árekstri í fyrra þegar var keyrt aftan á mig og ég rétt náði að sveigja fram hjá bílum fyrir framan og staur, það var einhver gamall karl að skipta um dekk á miðri Sæbrautinni og það varð einhver umferða teppa og fávitinn fyrir aftan mig var ekkert að fylgjast með,
Þannig að í þessum árekstri þá var það gamall karl og 30ára gamall töffari, ég var næstum búinn að slá gæjan í face-ið,
Gamli kallinn fattaði ekki neitt
Ég nota aldrei ABS-ið, því að þá bremsar maður betur enn bílinn fyrir aftan og þá keyrir hann á man, þess vegna er gott að hafa gott bil fyrir framan sig, og fylgjast með ÖLLUM hinum bjánunum því að maður þarf að hugsa fyrir þá líka, líka ef ég sé fram á að ekki ná að bremsa nógu vel t.d á einhverjum hraða þá er það fyrsta sem ég geri er að beygja frá bílnum fyrir framan, þá getur maður allaveganna bremsað í kantinum eða eitthvað í staðinn fyrir að keyra á,
Ég ráðlegg öllum að æfa sig í snjónum, því að Practice makes Perfect, og ef maður æfir ekki neyðarviðbrögð þá hefur maður enginn þegar á þeim þarf að halda,
P.S Þessi könnun er ekki nógu skilgreinanleg,
það ætti bara að vera aldurskipting enginn persónu gerving
það eru ekki allir 30ára gamlir bindistöffarar, sumir vinna á Gröfum og því um líku.
Gunnar
GST