hehe…þannig er nú mál með vexti að ég á leiðinni í keflavíkina núna um dagin og er staddur á beygjuljósunum rétt hjá kaplakrikanum.
Jæja þarna sit ég í bílnum mínum (sem er að gerðinni BMW 735IL) þegar ég heyri einhverja bassaskruðninga og soldið pústhljóð mér við hlið…sé ég þar ekki einhvern frekar “hnakkalegan” einstaklings sem virðist vera að manna mig upp í spyrnu…Ljósin verða græn og ég ákveð að gefa aðeins í og gaf hressilega í (samt ekki að nota Kick down) og gersamlega skyl hann eftir sem er svosem skyljanlegt, ég hætti að gefa í í 100 og set skriðstillin á þegar að carinan kemur loks frammúr á sé ég þennan litla owned svip á eigandanum þegar hann bombar frammúr og heldur áfram á ógnarhraða…ég gersamlega sprakk úr hlátri er ég sá svipin á manninum og ákvað að halda mínum hraða frekar en að fara að svekkja greyið enda fannst mér 120+ soldið mikið fyrir 70 götu…enda sá ég að maðurinn var greinilega ekki alveg með fulle femm þegar hann skaut sér inní hringtorgið án þess að pæla í umferð..:/
S.s.S