Sælir félagar.

Ég geri ráð fyrir því að hér sé einhver úr þeim stóra hópi sem pantaði LED undir boddí kitt frá hljomur.com síðasta haust. Nú lenti ég í því í gær þegar ég kom útí bíl að það logaði á settinu, eða reyndar bara ákveðnum perum, og fjarstýringin hafði losnað frá (festi hana með límkítti á sínum tíma). Ég gat ekki slökkt á ljósunum, og þegar betur var að gáð kom í ljós að fjarstýringin var alveg fried, og það var hreinlega heppni að það kviknaði ekki í bílnum!

Hafa einhverjir fleiri lent í veseni með þetta eða heyrt af álíka veseni?
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _