Ég er mikill Viper-fan en ég bara verð… smá ræða… afsakið…
$95.000 - Reserve not yet met.
Hennessey breyttir Viperar eru að seljast á um 120-170þús dollara í Bandaríkjunum, 60-110 þessir sem eldri eru. Hægt er að fá þá frá 550 og upp í þessi 1200hö.
“Ódýr” Hennessey Viper er hingað kominn á um 7-9 milljónir. Þessi bíll sem þú ert að tala um, ef hann seldist á segjum þessa 95þús dollara þá er hann hingað kominn á 11 milljónir. Hann fer eflaust á meiri pening. Hvers konar Landcruiser hefur þú verið að skoða? Eins og ég sagði með verðlagninguna áður, 120-170þús dollarar er ekki óalgengt á almennilegum Hennessey Viperum. Við erum að tala um 14-20 milljónir. Það kostar blóð og tár að flytja inn bíl, oftast tvöföldun á upphaflegu verði bílsins úti.
En ef þú ert að tala um að kaupa bílinn úti og hafa hann bara þar, þá er þetta samt dágóður peningur sem þú þarft að moka úr vasanum. 5.8 milljónir fyrir þennan bíl. Já og meðan ég man, ekki fara að segja “meðan við getum keypt Landcruiser hér á sama pening og Viper úti…” því Landcruiserinn úti er líka ódýrari en hér. Ekki má gleyma því að kaupmáttur hér er að ég tel mun hærri en í ameríku OG það að tryggja bíla í henni ameríku, sérstaklega Viperinn, er skelfilega dýrt.
Ef Askja, Dodge, Chrysler og Benz umboðið á Íslandi tæki það að sér að fara að selja Evrópuútgáfuna af Viper, þá verður hann ekki eins dýr og að flytja hann inn. Ég giska á 5-6 milljónir, fyrir glænýjan bíl.
Ég þekki einn frá ónefndu austurevrópulandi sem segir að allt sé svo dýrt hérna miðað við í sínu landi. Fyrir 3000 krónur gæti hann farið með alla fjölskylduna út að borða á góðu veitingahúsi og fengið fimm rétta máltíð. En hann gleymir alltaf að hugsa út í það að launin í hans landi eru talsvert lægri en hér.
Tek annað dæmi. Ég þekki Bandaríkjamann sem er mikill Subarukall eins og ég. Hann á Impreza WRX en ég á Impreza WRX STi. Hann sagðist ekki skilja hvernig ég færi að því að “squeese out some 33 thousand dollars man”, sem gerir um 2 milljónir. STi kostar s.s í Ameríku 33þús dollara. Í hans augum eru 2 milljónir fyrir bílinn alveg svakalegur peningur, en við fáum ekki einu sinni nýjan WRX fyrir 2 milljónir. Hann kostar 3 milljónir hér, dýrari en STi. Ég sagði honum að minn bíll kostaði ekki 33þús dollara heldur um 60þús dollara og hann ætlaði að eipsjitta á mig. Aftur gleymdist að hugsa út í kaupmáttinn og vægi launa við verðlagningu. Get alveg sagt þér að ef þú værir á góðum íslenskum launum í Ameríku, þá værirðu VEL settur þar.
Ef þú ætlar svo að spyrja af hverju ég keypti mér STi hérna heima en ekki í USA þá eru ástæðurnar nokkrar en ég nefni bara eina: hann kostar hingað kominn um 4.1-4.3, fer eftir því hvar hann er keyptur í USA. Ég fékk minn á smá afslætti. You do the math :P
Þakkaðu bara Guði fyrir að vera ekki að flytja inn bíl til Danmerkur. Þar eru tollar víst 218% hef ég heyrt.
Já smá ræða og röfl. Ég er með svefngalsa og ekki alveg í réttu róli hehe.
Þetta er undirskrift