Þetta fer alveg óendanlega í taugarnar á mér rökleysið og dónaskapurinn í sumum sem nota þennan vef.
Flestir fastagestirnir, ásamt öðrum, eru sem betur fer hæfir til að tjá sig kurteysislega og gera það sem við flestir viljum gera hér: stunda vangaveltur um bíla.
Ég skil bara ekki afhverju einhverjir einstaklingar (sem ég ætla að sleppa að kalla þeim nöfnum sem mér dettur í hug yfir þá) þurfa að grípa til dónaskapar ef einhver hefur skoðanir tengdar bílum sem passa ekki inn í þeirra heimsmynd. Það er svo sem lítið hægt að gera í þessu máli, mig langaði bara til að tjá mig um það og kannski heyra skoðanir annara.
Virðingarfyllst
Mal3