Ég er ekki viss um að þú finnir neinn mun….nema kannski sálfræðilegan mun.
Það er oft sagt að þetta geti gefið þér ca. 5 hp, en á stærri vélum gætum við verið að tala um 15 hp á góðum degi. Þetta er samt ekki svona einfallt því þú nærð því aðeins að loftsían sem fyrir er sé flöskuháls á kerfið (verður að hugsa um kerfið frá loftsíu og útúr pústkerfinu).
Ég er með K&N en í átta gata bílum sem ég er með. Þær hafa reynst ágætlega en stærsti kosturinn sem ég sé við þær er að ég nota þær endalaust. Ég þarf ekki að kaupa nýja, ég þríf þær og smyr uppá nýtt.
En sá aflmunur sem menn þykjast finna á 2 lítra (annars óbreyttri) vél er að öllum líkindum svo lítill að hann ætti ekki að finnast (en hver hefur svo sem ekki heyrt talað um ímyndunarfyllerí, þetta er svipað).
JHG