sammála þér þar Mal3!
hvati flestallra á ofurhuga listanum er óslökkvandi áhugi á bílum og allt sem þeim viðkemur!
hversu mikinn metnað og vinnu þeir leggja í þann áhuga má að hluta til sjá af fjölda stiga sem þeir hafa, en bara svo langt sem það nær
ég held að það versta við stigakerfið sé hversu afstæð stigin eru, þ.e.a.s. lélegur mælikvarði á þátttöku notenda. mig minnir til dæmis að “hulda” hafi verið í einhvern tíma hérna inni á ofurhugalistanum. eflaust hefur hún mikinn áhuga á bílum en þó tók hún áberandi minni þátt í umræðunum en þeir sem fyrir neðan hana voru
stigakerfið er sniðug uppfinning og skemmtilegur hégómi í sjálfu sér. helsti ókostur þess er þó sá að það mælir bara magn en ekki gæði eða metnað. löng og góð grein fær sín 10 stig rétt eins og hroðvirknislega unnin stigasöfnunargrein..
lengi má gott bæta og ég held að það væri best að gefa bara eitt stig fyrir allt - nema kannski greinar
ps, meira af þessum löngu greinum! það færir umræðuna á hærra plan, uppfræðir og skemmtir
<i>Cherub- 301 at the moment
…(",)</i>