það er ekki alveg rétt hjá þér gísli.
bæði kerfin auka bensínmagn, þaðan kemur krafturinn, en wet kerfið er með sér slöngu og spíssa fyrir bensínið en dry kerfið treystir á tölvuna til að skammta auka bensínið!
nitro er ekkert hættulegra vélum en turbo/supercharger, ef að rétt er að farið og fyllstu varúðar gætt, nitro er ekkert annað en aukið súrefni fyrir vélina og gerir henni þannig kleift að brenna meira bensíni og fær þannig út þessa aflaukningu.
og það þarf ekki að kíkja á vélina eftir þrjú skipti nema þú sért að skjóta 100skotum á 100hp bíl!
dry kerfið er langþægilegast af nitro kerfunum en öruggasta kerfið og besta er direct port og það er líka dýrasta.
ég á sjálfur zex dry kit, en á ekki bíl eins og er til að setja það í!
zex er líklegast aulaheldasta og þægilegasta kerfið, í því kemur orginal box sem er með wot(wide open throttle) rofa, sem gerir þér ekki kleyft að setja nitroið af stað fyrr en við botngjöf og er það nauðsynlegt til að vera öruggur, og svo til að auka öryggið enn meir þá er hægt að nota gluggarofa frá mallory eða msd eða jafnvel nitrous controller frá jacobs sem gerir þér kleyft að stilla hvernig þú villt fá inn nitroið, og svo er ráðlagt að seinka kveikjunni um að mig minnir 1-2gráður á hver 50skot.
bara lesa þér vel til um nitro áður en þú ferð að fikta í því, því það getur valdið jafnmörgum höfuðverkjum og það getur verið skemmtilegt:)
tómó og ág eru að selja zex og amg/aukaraf eru að selja nx, kerfin kosta eitthvað í kringum 70kallinn held ég!