Ég er í hugleiðingum að kaupa mér VW Golf 98 model. Svo var ég að heyra að bilanatíðnin í þessum bílum er mjög há og rafkerfið í fokki. Er eitthvað til í því?
Átti svona ´99 comfort line og það sem ég þurfti að gera við hann meðan ég átti hann (rúmt 1 og 1/2 ár) var að skipta um bremsuklossa allan hringinn og nýjan sleða fyrir rafdrifnu rúðuna bílstjóramegin (festingin er btw. úr plasti og þ.a.l. brotnaði)… ekki alveg sáttur með það. En eina sem ég hef heyrt varðandi rafmagnsbilanir er þetta klassíska ljósavandamál á þeim… Sér mikið af þessum bílum á götunni sem eru ljóslausir að aftan og 3ja bremsuljósið einnig eitthvað skrautlegt. Annars fannst mér mótorinn vera fínn og hann eyddi ekki miklu.
2 vinir mínir eiga svona bíl. Mjög plain bílar, tiltölulega lítið viðhald.
En þetta eru ótrúlega plain bílar, það eiga allir þetta, svo er eini gallinn við þetta að þetta getur ekki borið neitt dót af viti. 4 farþegar er t.d. ekki gott mál.
ég á svona bíl 99 það er ekkert viðhald(nema auðvita smur) það hefur ekkert bilað hingað til og hann eyðir ekki miklu.. svo fyrir utan að það er algjör draumur að keyra þetta
ég á vw golf mk4 ´98 frekar lítið viðhald hjá mér nema bara þetta venjulega bremsuklossar og smur. en eyðir frekar mikklu að mínu mati. (reyndar aðeins breytur) seigir sér sjálft. en topp bíll. liggur geðveikt vel :D
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..