Eftir því sem oktantalan er hærri því betur stendur bensínið sig í að forðast sjálfsíkveikju, og brennur hægar. Margir halda að það sé kraftmeira bensín en oktantala hefur ekkert með það að gera.
Þú getur lent í því að setja bensín með hærri oktantölu á bíl og aflið minnkar (hægari bruni veldur því). Því er yfirleitt best að nota þá oktantölu sem framleiðandi gefur upp.
Oktan er síðan gefið upp á mismunandi máta. Þú getur verið með RON (Research Oktane number), MON (Motor Ocktane number) eða (RON+MON)/2. Mig minnir að hér á landi sé síðasti kosturinn valinn.
Þetta er ástæða þess að ameríkumenn eru oft að nota mjög lágar oktantölur á sína bíla. 95 oktana bensín þar er ekki notað dagsdaglega og jafnvel notað 87 okt. bensín. Þeirra bensín er samt sama oktan og okkar, við notum bara annan oktan mælikvarða (eins og mismunur á mílu og km).
Látiði því ekki auglýsingar um háa oktantölu plata ykkur, í flestum tilfellum skilar það sér aðeins í léttara veski.
JHG