Svona hjóðar núverandi skoðanakönnun:
Á taka upp sömu hraðareglur og eru á þýskum hraðbrautum að vissum skilyrðum uppfylltum ?
a)Hraði ótakmarkaður ef bíll er gerður fyrir hraðbrautir og hæfur ökumaður við stýrið:
b)Hraði ótakmarkaður ef bíll, ökumaður og bestu mögulegar aðstæður fyrir hendi:
c)Eða bara til helvítis með kerfið, ef viðkomandi er hæfur ökumaður þá keyrir hann bara eins hratt og druslan kemst:
d)Eða núverandi lög góð og gild og fara skal í hvívetna eftir þeim:
e)Eða ekkert að ofan töldu:
Er þetta ekki frekar asnalegt??
Fyrstu þrír möguleikarnir segja ótakmarkaður hraði!!
Sá fyrsti og þriðji með þeirri forsendu að ökumaðurinn sé hæfur
Sá annar með þeirri forsendu að ökumaður og bíll séu til staðar
og góðar aðstæður.
Komm on.. hvaða rugl er þetta??
Hvað haldið að fólk sem dettur inn á þetta áhugamál haldi þegar það sér umræðu á þessu plani.? Og hvað þá niðurstöðu könnunarinnar.?
Hæfur ökumaður ? hvað er það? Telja allir sig ekki snilldarökumann og hvað þá hæfan, jafnvel þó að þeir þó þeir séu ungir og óreyndir (hafa td. minna en 100þ km að baki) og hafi þegar valdið árekstri..Þeir telja sig alveg pottþétta.. :(
Hvað varðar d lið þá átta ég mig alveg á því að könnunin er sett upp til að benda á þetta atriði. Víðast hvar í borginni og á nokkrum vegum út á landi er hámarkshraði út í hött. Meira að segja sumstaðar er þetta svo fjarstæðukennt að nær allir ökumenn keyra á sviptingarhraða og jafnvel lika húsmæður út breiðholtinu.
hehe.
Kv
Einzi