Ætlaði að fá álit hjá einhverjum audio sérfræðingum þarna úti.
Er með alpine bassakeilu í bassaboxi (R-box) og ætla að setja hana í skottið. Var að hugsa um að nýta plássið þar sem varadekkið er fyrir græjurnar (hvort sem er ekkert varadekk til staðar).
Spurningarnar eru þessar:
Það er ansi þröngt um bassaboxið í þessu rými, hversu mikilvægt er að hafa keiluna í góðu boxi/hvaða áhrif hefur það á soundið eða væri bara hægt að losa keiluna úr og láta dekkjarýmið vera boxið??
Hin spurning er varðandi undirvinnu, borgar sig að einangra rýmið á einhvern hátt / rakaverja og þá hvaða efni þið mælið með eða er nóg að setja bara plastdúk undir ?
Takk Stefán