Jú, Upplýsingaheimar SKYRR er málið. Er með svoleiðis í vinnunni :) Áskrift á mánuði kostar um 4-5.000,- kall. Svo er til aukaáskrift þar sem hægt er að sjá hve mikið hvílir á bílnum.
Svo er örugglega hægt að hringja í bifreiðaskrá eða álíka til að láta fletta upp eins og einum bíl.
Ps. Einu sinni var systir mín að spá í bíl, sem er svo sem ekki merkilegt, nema hún kom til mín og sýndi mér hann. Ég fór á netið og fletti upp númerinu og fékk upp eigendasögu sem meðal annars innihélt Sjóvá Almennar ásamt ca. 15 einstaklingum. Fíflið á bílasölunni hélt því fram að 4 eigendur hefðu verið á bílnum. Þið hefðuð átt að sjá svipinn á gaurnum þegar ég tróð útprentun úr bifreiðaskra framan í fésið á honum :)
BOSS
There are only 10 types of people in the world: