Hvernig þrífur maður aftur/framendann á bílum sem eru með plaststykkjum eins og t.d. Land Rover Freelander? Málið er að ryk, tjara og annað slíkt sest mjög auðveldlega í þessu og það er lygilega erfitt að ná því úr .. þýðir ekkert að skella á þetta sápu eða neinu slíku ..
Bílasprautari sem ég þekki mælti ekki með háþrýstiþvotti, veit reyndar ekki alveg af hverju það er ..

Endilega látið mig vita ef þið hafið hugmynd!

p.s. Nei, sjálfur ek ég ekki um á Freelander ;)