Kúpubakur
Var að lesa review um Opel Astra Coupe í Mogganum og eitt atriði stakk mig dálítið á meðan ég las í gegnum greinina. Er virkilega ekki til gáfulegri þýðing á orðinu Coupe heldur en Kúpubakur. Mogginn virðist vera sérdeilis hrifinn af þessum þýðingum því að þeir nota orð eins og kúpubakur, stallbakur og langbakur ótt og títt í greinum sínum. Get ekki gert að því að mér finnst alltaf eins og það sé verið að ræða um einhverjar hvalategundir þegar þessi orð eru notuð.