Af gefnu tilefni verðum við að árétta reglur áhugamálsins. Í þeim er m.a. fjallað um stolnar greinar.

Yfirleitt áttum við okkur á því ef um stolna grein er að ræða og samþykkjum þær ekki, en það kemur fyrir að þetta fer framhjá okkur.

Ég fékk ábendingu frá notanda að tvær greinar hjá okkur væru komnar af síðu Leó M (www.leomm.com) og varð að tilkynna það vefstjóra til að þær yrðu teknar út (í samræmi við reglur huga).

Þegar við skrifum greinar, og byggjum þær á vinnu einhvers annars þá er lágmark að geta heimilda. Ef menn ætla að byggja grein sína á verki annars þá verður meginmálið að vera frá höfundi sjálfum, en vitnað í heimildir eftir því sem við á. Að copy-era verk annars og kalla það sitt er ritstuldur.

Ég bið því alla sem ætla að senda inn greinar að kinna sér reglur um þær.

JHG