Jamms, það var rúntur.. greinilega alla fimmtudaga en ekki annan hvern.
Þarna var margt að sjá:
Volvo 760 með 350ci Chevy vél, brjálaður sleeper!
Ford Fairlane með einhverjum massa rokki, heyrðist hann brjóta eittvað í drifi eða skiptingu.. veit einhver hvað gerðist?
Svo voru náttúrulega max-hausarnir, einn á sjálfskiptum lancer, setti í handbremsu og botnaði síðan bílinn. Silaðist hægt og rólega um planið með afturhjólin læst.. þetta fífl á von á stórum reikningi þegar skiptingin loksins gefur sig.
Eitthvað var af burnouti, svartur ‘79 z28 þar fremstur í flokki. Gulur IrocZ reyndi burnout, en eitthvað gaf sig og menn fóru að stumra yfir vélinni..
Lögreglan lokaði augunum eins og vanalega, þeir keyrðu framhjá þegar einhver svartur transam var að spóla kringum cherokee, en gerðu ekki skít. :)<br><br>HelgiPalli- ’Insert Coffee for optimum performance'