Er að spá í að fá mér svona bíl. Einhver sem hefur reynslu af svona bíl? Einhver prófað svona græju? Hvernig er eyðslan á svona bíl? Öll ráð vel þeginn.
Eða eru þið kannski með einhverjar aðrar hugmyndir af bíl verðhugmynd 0-1900 þús?
Ég held þessi bíll hafi verið í svona “buying guide” hjá evo Magazine sem segir til um að þetta séu skemmtilegir gripir. Örugglega sterkir og traustir bílar en ég held samt að málið sé að ganga úr skugga um að þetta sé gott eintak áður en þú verslar. Ég held að það geti verið dýr og leiðinleg reynsla að versla svona 4wd turbo bíl sem er ekki í góðu standi. Annars er þetta örugglega einn skemmtilegasti bíllinn sem Toyota hefur gert.
Ég nenni varla að fara að telja upp notaða bíla sem væri sniðugir m.v. fátæklegan markað hér heima. En ef þú getur platað B&L til að gefa þér upp verð á Renault Sport Clio 172 þá ertu minn maður. Ef hann er á 1900þ. þá er bara málið að kvitta á blað! ;)
Ekki að hann sé endilega betri en Celica, ég er bara svo hrifinn af 172!
Jú ég ætlaði að gera það, en eins og gengið um (100KR dollarinn) en er að lækka:) þá er þetta mál allt í biðstöðu eins og er, en þetta verður þá bara að bíða haustsins. Svo var ég að selja Imprezuna mína '99 á aðeins meira en 1900 þ.
Já gengið gerir eiginlega alveg ókleift að flytja inn bíla frá USA, nema þú eigir því fleiri seðla. Impreza ´99 er farin að sjást með ásett verð allt frá 1900 til 2200 allt eftir akstri og aukabúnaði.
Fáðu þér þá yngri en ‘95, myndi ekki taka séns á þessum eldri. Svo er Supra niðrí Toyota núna, veit ekki hvort hún er turbo eða ekki..
Afhverju seldirðu Imprezuna þína? Myndirðu mæla með ’99 Imprezu? Er eitthvað sérstakt farið að bila? Ástæðan fyrir því að þeir falla í verði eins og beljur í lausu lofti? Kannski of mikið framboð?
..margar spurningar? :)<br><br>HelgiPalli- ‘Insert Coffee for optimum performance’
Re: margar spurningar Já, en eru til einhverjir bílar ‘96-97 á Íslandi?
Það er enginn sérstök ástæða fyrir sölunni, jú kannski sú að þeir eru orðnir of algengir á götunni. Ég mundi pottþétt mæla með ’99 Imprezu GT, bíllinn hefur aldrei bilað neitt, og býst ekki við að hann bili neitt á næstunni, miðað við reynslu mína af Imprezum. þáttbundinn efnagreining
’99 turbo Impreza virðist vera góður díll, spurning hvenær þær fari niður fyrir 1500þús? Ég er hræddur um að ‘93 sé orðið svolítið gamalt nema þeim hafi verið mjög vel við haldið.<br><br>HelgiPalli- ’Insert Coffee for optimum performance'
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..