ok, þessi spurning er á frekar gráu svæði, þar sem að sumir halda nóg sé að skipta um aftasta kútinn og fá með því ógurlega leiðinlegan hávaða, og þá er kominn aukinn kraftur í bílinn, en það er ekkert nema rugl

hinsvegar ef að skipt er um allt pústið, allveg frá pústgrein og afturúr þá fæst aukið flæði í gegnum pústið, og þá þarf mótorinn ekki að blása útblæstrinum út um allt rörið, og tapa með því afli, heldur bara rétt út í það, og svo lullar það bara rólega út

svo ef að flækjur eru komnar til sögunnar þá fer þetta fyrst að virka almennilega, þar sem að þá myndast sog sem að sogar útblásturinn út úr stimplinum, svo að þá þarf mótorinn ekkert að blása út stimplinum, þannig að það fer sama og ekkert afl í útblástur


(hefði kannski bara átt að gera grein :P)
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“