Mér finnst nú húmbúgg að sálgreina eða kyngreina fólk eftir litum á bílum.
Mínar hugmyndir um grænan stemma samt af því að dökkgrænn litur sem kallast British Racing Green var(/er) litur Bretlands í kappakstri og því er þónokkur rómantík tengd honum. Þetta er klassískur litur og er oft glæsilegur, sérstaklega á sumum breskum bílum.
Silfraður er mjög sígildur en einnig praktískur. Sérstaklega dregur silfraður litur fram línur bílsins og því eru ekki allir bílar sem þola hann, hvort sem þeir eru svo fallegir eða ekki. Silfraður er þýski kappakstursliturinn og Porsche eru ákaflega vinsælir silfraðir enda fer þeim sumum ekki vel að vera í hinum hefðbundna sportbíla lit, rauðum.
Hvítur er í mínum augum vandræða litur enda ekki mörgum bílum sem fer hann vel og oft eldast hvítir bílar illa. Fátt sem ég þoli verr en hvítir bílar sem hafa verið gerðir algerlega samlitaðir. Hvítur er erfiður, sumir bílar verða svo spartanskir og svo eru þessir svakasamlitiðu sem líta út fyrir að vera ofhlaðnir dóti.