Bíllinn minn er 1983 SAAB 900 GLE og hér er listi yfir breytingar sem ég er búinn að gera:
Fyrst komu Kilen gormar (aðeins lægri en orginal og miklu stífari)
Næst setti ég í hann 16 ventla túrbó mótor og hennti í leiðinni þriggja þrepa Borg-Warner sjálfskiptingunni og setti í staðinn 5 gíra beinskiptan kassa.
Ég bætti svo fljótlega við millikæli úr SAAB 9000 og þriggja tommu pústi frá túrbínu og aftur.
Það síðasta sem ég hef svo bætt í bílinn var heimasmíðuð forritanleg innspíting,
MegaSquirt.
Svo eru auðvitað ýmislegt sem hefur fylgt þessum breytingum, eins og auka mælar, ég þurfti að færa rafgeyminn aftur í skott til að koma pústinu fyrir. Og svo lagði ég nokkur kíló af rafmagnssnúrum um allan bíl þegar ég setti MegaSquirtið í hann.
Nú er það svo spurningin hverju bætir maður við næst? LSD sagði einhver, það er ekki vitlaust, verst hvað það er erfitt að fá þau í SAAB 900 kassana. Spurning um að kaupa Phantom Grip og prófa það þó það fara slæmt orð af því?