Mér er nokk sama hvernig þýski, ameríski eða kínverski framburðurinn er.
Hér hafa flestir kallað þetta fyrirbrigði Pors. Það er það gamalt og rótgróið að ég held að það megi fullyrðia að það telst vera málvenja.
Pors er ekki eina dæmið, heldur flestar innfluttar vörur.
Sem dæmi þá kalla flestir Chevrolet “Sjevrólet” en ekki Sjevrólei og ég hef ekki ímyndunarafl til að geta mér til hvað Toyota er kölluð á frummálinu.
Trans Am (sem við berum nákvæmlega þannig fram) er borið fram “Trens Am” í ameríku. Mér dettur ekki í hug að eltast við það, heldur ek ég um á mínum TRANS AM.
Sama má segja með Nike vörumerkið. Hér kalla flestir það næk en ekki nækí.
Ég ætla því ekki að velta fyrir mér hvernig upprunalegi framburður ákveðinna vörumerkja er, ég styðst við íslenska málvenju og hún er í þessu tilfelli “Pors”. Aðrir mega bera þetta fram eins og þeim sínist!
JHG