Staðan eftir 2. keppnisdag af 3 er eftirfarandi

McRae á Ford
Burns á Subaru
Sainz á Ford
Solberg á Subaru
Makinen á Mitsubishi
Gronholm á Peugeot


McRae, Burns og Sainz eru nokkuð öruggir í sínum sætum en litlu
munar á Solberg og Makinen.
Makinen var í vandræðum með drifbúnað að aftan í byrjun dags og
keyrði lengi vel með 3WD. Solberg lenti í vandræðum á sérleið 12 þegar vatnsflaska í bílnum hans fór á ferðalag og festist hún að lokum á versta mögulega stað eða á milli bensíngjafar og bremsupedala. Solberg missti svo alla gíra nema 3. og 5. á sérleið 15 en náði þó 8. besta tíma. Vökvastýrið hjá Gronholm bilaði á sömu sérleið og tapaði hann næstum 2 mínútum á því.
Báðir Skodabílarnir duttu út eftir að slökkvibíll, sem var á leiðinni að slökkva mikinn eld á bílastæði áhorfenda þar sem 20 bílar brunnu, valt og eyðilagði báða Skodana. Ökumenn Skoda sem báðir voru staddir í bílum sínum náðu að kasta sér út og sluppu ómeiddir en einn af yfirmönnum Skoda rallýliðsins rifbeinsbrotnaði. Richard Burns og Colin McRae hafa annars átt í mestu baráttunni í dag og verið í sérflokki. Af 7 sérleiðum dagsins átti Burns 4 bestu tímana, McRae 2 og Makinen 1.