Þetta með að þær gangi hratt kaldar er þá bara að þá er innsogið í gangi, tekur verulega eftir þessu á bílum með blöndung en bílar með innspýtingu ganga líka hraðar en maður tekur mynna eftir því, þessi takki sem hægir snúningin er þá væntanlega bara til að slökkva á innsoginu, eins og í Lödu sport…þá togaru stöng út til að kveikja á innsoginu en hendir henni innar eftir þörfum, þegar vélin er orðin heit þá á sú stöng að vera alveg inni.
Í mörgum “nýrri” blöndugsbílum er sjálfvirkt innsog eins og hjá mér á mözdunni, þá stillir hann eldseytisblönduna sjálfur, s.s sterk þegar vélin er ísköld.
Ef vélin er búinn að standa mjög lengi getur held ég margt verið illa farið!
Aðallega að það að vélin hefur ekki smurt sig lengi, s.s stimpilhringir ventlar og allt þetta getur verð slitið, þess vegna geta vélar sem eru mikið keyrðar eða bara reglulega hreyfðar geta verið miklu betur farnar því allir íhlutir hafa þá reglulega fengið smurningu.
En ef þú færð þennan bíl fyrir lítið þá er það kannski með tilliti til þessa…það er oft sett rosalega á þessa bíla.
Mjög sniðugt væri áður en þú myndir fá þér hann að redda þér þjöppumælingatæki! það segir ýmislegt og mæla smurolíuna og þetta.
Auðvitað verður hann ekki með fullkomna þjöppu þar sem hann þetta gamall en ef hún er ekki hryllileg þá er held ég málið að kaupa kvikindið :Þ
Ef þú ferð með hann í ástandsskoðun gæti verið að það sé hægt að láta þá þjöppumæla en ég er ekki viss.