Það er oft talað um að þú sért með t.d. 0,70 yfirgír. Þá lækkar snúningur vélarinnar um þessi þrjátíu prósent (sem er töluvert).
Ef þú hugsar snúninginn frá vélinni og afturí hjól þá vinnur það þannig að þegar skiptingin er í lægri gírum þá er vélin kannski að snúast 3 hringi fyrir einn hring útúr sjálfskiptingu. Áður en þú ert kominn í yfirgírinn þá er algengt að einn snúningur frá vél skili sér í einum snúning útúr skiptingu. Þegar þú ert kominn í yfirgír þá færð þú fleiri snúninga útúr skiptinunni en frá vél, þessvegna lækkar snúningurinn.
Það er fróðlegt fyrir bílamenn að setjast niður með reiknivél og reikna snúning frá vél alla leið aftur í hjól, og hraða bíls í framhaldinu. Þetta er í raun mjög einfaldur útreikningur, og gaman að skilja hvernig þetta fúnkerar.
Til að geta reiknað þetta þarft þú að vita hvaða hlutföll eru í bílnum, hlutfall yfirgírs og dekkjastærð.
Ég fór ekki í að taka tillit til þess að hluti gæti tapast í snuði túrbínunnar (þó það hefði í sjálfu sér ekki verið mikið mál ef ég hefði haft upplýsingar um það) í skiptingunni…eigum við ekki að segja að ég hafi miðað við að hún væri með lockup converter ;)
Ég skellti dótinu svo í excel og gerði töflur sem miðað við mismunandi drifhlutföll og dekkjastærðir.
Eitthvað bílablað lagði mat á hvaða hlutir er komið hafa fram frá áttunda áratugnum hefðu haft mest áhrif á minnkaða bensíneyðslu. Þar kom fram að yfirgír hafði þar lang mest að segja. Það kom mér á óvart hve lítinn hluta bein innspíting spilaði.
JHG