Taka skal fram að þetta er óþarfa info en bara fyrst Mal3 minntist á Got the life videoið þá læt ég þetta koma…
Í Got the life þá slátra þeir Ferrari 355 Spyder replica. Það sést vel þegar bíllinn flýgur :) En bíllinn sem David keyrir, þ.e Ferrari 355 Spyder var í hans eigu þegar þetta video var tekið upp, svo að ekki eyðilagði hann sinn Ferrari. Benzinn sem sést þarna einnig (svarti) var í eigu Fieldy. Benz limman sem Jonathan er í veit ég lítið um. Hann á hann allavega ekki því Jonathan hefur ekki keyrt bíl í c.a 6 ár vegna bílhræðslu (vann á líkhúsi/útfarastofu þegar hann var 16-17 ára, sá margt ljótt þar eftir bílslys). Það væri kannski gaman að minnast á það að KoRn limman er 10-12 metra langur Hummer, hvítur. Sundlaug aftan á honum og fleira. Þeir allavega áttu þennan bíl í kringum ´98-00. Svipaður bíll var í myndbandi með De La Soul en sá bíll var töluvert styttri. Þeir hafa átt nokkra interesting bíl, Fieldy er þó öflugastur í bílaviðskiptum, hefur átt slatta af Benz bílum. Þó finnst mér gamli bíllinn hans Brian “Head” standa uppúr hópnum :) Eldgömul og ryðguð (tala ekki um dælduð og klesst) Bjalla, appelsínugul! Snilldin ein! Enda er sá maður steiktur :) Sagan á bakvið þann bíl er sú að Fieldy ætlaði að fara með Brian og versla bíl en nei Brian stakk af einn morguninn og keypti sér gamla ógeðslega Bjöllu, og var sáttur :) Ef þið viljið sjá meira um þessa bjöllu kíkið þá á “Who then now?” myndbandið, snilld að sjá Brian pumpa í dekk með fótpumpu…snillingur!
En eins og ég sagði…. óþarfa info :)
Þetta er undirskrift