Ósammála þessu með trebbann. Fínt efni. Hef notað oft og virkar ágætlega.
Verður bara að passa að sparsla þunnt yfir hann og grunna svo vel yfir það. Gætir líka þurft að sprautusparsla til að ná öllu sléttu ef mikið er um ryð á litlu svæði.
Til að hreinsa ryðið burt undir aðgerðir þarf að sandblása. Einnig er hægt að bera Never rost á ryðið, fékkst hjá ÁG síðast þegar ég vissi, en það er mun lélegri aðgerð en að fjarlægja ryðið.
Mundu svo að setja stálgrunn á bert járn ef það sést einhversstaðar áður en þú grunnar.