Það er ekkert bannað að flytja skyline inn.
Það er hinsvegar þannig að þegar bílar eru fluttir inn frá asíu, eins og skyline yrði líklega þá þarf að fá vottorð frá framleiðanda um að bremsur og útblástur standist evrópulög.
Það er líka hægt að láta prófa þetta en það eru örfáir staðir sem gera það og það kostar. Nærsti staður fyrir okkur væri sennilega þýskaland.
Það að skyline sé fjórhjóladrifin gagnast ekki hér á íslandi í þeim skilningi að keyra í snjó. Skyline er alveg hörmulegur ökubíll í snjó því drifið er hugsandi og er ekki forritað til snjóaksturst. (t.d. gæti bíllinn keyrt alltaf á öðru afturhjólinu því það teldi hann vænlegast)
Af hverju er enginn skyline?
Jú, sko, R32 er nokkuð viðráðanlegur með tilliti til viðhalds en þeir eru oft gamlir og slitnir. Fyrir utan það eru þetta mjög dýrir bílar.
T.d. R34 myndi sennilega aldrey kosta mikið undir 4-6 miljónum og þess fyrir utan er enginn staður sem getur þjónustað svona bíl.
Eitt sinn hringdi ég í IH og spurði um varahluti í varahlutadeild og þeir héldu að þetta væri japanskur pick-up. Enginn kannaðist við skyline.
Formaðurinn á verkstæðinu kannaðist heldur ekki við þetta en eftir smá tíma fann hann út hvaða bíll þetta væri.
En þetta var kannski full ofvirkt svar við stuttri spurningu.
íva