Ég hef heyrt þetta. Ég keyrði bara með kastarana á í c.a 2 daga því framljósin hjá mér voru ótengd, s.s bara kastarar og parkið. Þeir stoppuðu mig. Sögðu að þetta væri bannað. Svo stuttu seinna þá er ég með kastarana og aðalljósin á, þá stoppar SAMA löggan mig. Segir að þetta sé bannað EN ég megi vera með kastarana ef ég hef slökkt á aðalljósum. Svo að löggan virðist ekki vera alveg sammála hvað sé rétt og hvað sé rangt. Meira að segja sami maðurinn er ekki sammála sjálfum sér nokkrum dögum seinna. Hvað getur maður sagt? Einelti? Maður fær ekki frið með ljósustu filmurnar framí, dekkt ljós sem eru ekki of dökk, kastarar sem bögga engan (Impreza kastararnir eru ekki sterkir, lýsa beint niður á götu, en til eru kastarar sem eru óþolandi, þá ekki orginal kastarar). Ég skil að löggan böggi bíla sem eru með vanstillta kastara, lýsa útí loftið og fara í augun á umferðinni sem er á móti. En flestir orginal kastarar eru þannig stilltir að þeir eiga ekki að gera það.
Þetta er undirskrift