Það veltur á ýmsu. Ef þú ferð t.d. á e-bay til að skoða verðin þar finnurður það út að ný og alveg nægilega stór túrbína fyrir þessvegna 30psi kostar ekki mikið meira en 50-80 þús. Svo þarf náttúrulega að flytja hana inn.
Það er síðan restin sem fer að telja, Nýtt manifold eða breytingar á því telur 20-30kall ekki meira og tölva til að stjórna þessu 30-50kall. Veit ekki hvernig alfinn er útbúinn en gæti þurft nýjan map skynjara til að geta lesið úr þessu.
Ef þú síðan ætlar í raunvörulegu hestöflin þá þarftu að breyta öllu í vélinni, s.s. stimplum, stöngum, pakningum, sveifarás, legum o.s.fv. verð= mikið.
En þar sem gaurinn bað bara um 30-50 hö er alveg nóg fyiri hann að punda c.a. 5-7psi og það ætti alveg að ganga á stock vél o.þ.a.l (og þar af leiðandi :D ) verður verðið 150.000 + einhver smá kostnaður. = gott turbo kit 200.000.