Ég var að spá í hvort einhver gæti ráðlagt mér með þennan bíl? Hann er '72 árg og með 318 vél að ég held. Vélin frostsprakk hjá fyrri eiganda og lét hann gera við hana en hún er ekki í bílnum.
Það sem að ég er að spá í er eitthvað mál að setja svona vél í fyrir óvanan mann (að vísu ætlar pabbi að hjálpa mér en hann kann ekkert rosalega mikið á þetta). Og síðan hvað væri sanngjarnt verð fyrir þetta? hann er búinn að standa inni í hlöðu í 12 ár og boddíið er soldið illa farið en held að sé ekkert ryð. Ég var bara svona spá í þetta allar tillögur væru vel þegnar.