Jæja ákvað að skrifa smá um Yaris þar sem margir hafa verið að spá í að fá sér bíl sem eyðir litlu!
Útlitið á bílnum er fynnst mér þokkalegt af smábíl að vera og plássið inní honum er líka nokku gott.
Hægt er að fara öll sæti fram og til baka, þannig er hægt að auka geymslurýmið í skottinu.
Annað sem ég hef heyrt menn segja að þetta sé bíll sem enginn kraftur í, algjörlega máttlaus.
Þetta er nátturulega bara 1000 cc vél og ekki hægt að ætlast til að þetta sé eitthvað kappaksturstæki (ef menn vilja þannig er hægt að fá T-sport útgáfu 1,5 L)
Bíllinn er að skila sér í 100 km hraða frá 0 á 13,7 sek. og það í bleitu.
Til samanburðar má nefna að hann er sneggri upp en bæði Nissan Almera (1,8) og Primera (1,6L) og VW Golf ssk (2.0L)
Aksturseiginleikarnir eru þykir mér nokku góðir en það er frekar erfitt að sýna það nema á braut.
Bremsubúnaðurinn í bílnum eru líka mjög góðir og svínvirkar ABS-ið.
Mælaborðið er með digital mæli í miðjunni og þykir mörgum þetta hinn mesti ókostur en ég get sagt að þetta venst og er bara nokku þægilegt.
Verðið er svo 1,3 millur rúmlega
Hvað fynnst ykkur um svo um “kaggann”