Bíllinn á myndinni er venjulegur “ Eleanor knock-off” Eftir að endurgerðin á “Gone in 60 seconds” kom út 2000 spruttu svona bílar upp eins og gorkúlur í bandaríkjunum og fást oft á E-bay og öðrum slíkum síðum.
Bíll með þessu útliti var aldrei til frá Shelby á sínum tíma. (Eleanor var sérsmíðuð fyrir myndina úr ‘67 fastback)
Það var ekki fyrr en í fyrra að Carroll Shelby og félagar ákváðu að fylgja markaðnum og smíða alvöru Eleanor, 100 bílar verða smíðaðir á ári í 4 ár sem sagt 400, plús 75 SuperSnake bílar,og fá þeir allir raðnúmer frá Shelby eins og kemur fram á heimasíðunni.
Heimasíðan gefur svo sem allar nauðsynlegar upplýsingar og sér það hver maður að rosa tæki eru þarna á ferð, ódýrasti bíllinn fær 5 lítra (302ci), 325ha V8 rokk með 125ha nítrósparki að auki en heldur Ford krami. Leikfangið kostar 80.000 dollara og ’67 fastback þarf til uppgerðarinnar að auki (hingað kominn fyrir 11 - 12 mill.)
Millitýpan ($120.000) er komin með 430hö og skiptingu, fjöðrun, bremsur,stýrisbúnað, kveikju, hásingu og púst allt nýtt frá Shelby, auk stífingar á boddý.
Fyrir lítinn $150.000-kall(20 mill h.k.) er svo hægt að fá 7 lítra (427ci) supercharged V8 vél sem skilar 750hö og nítró að auki, öflugri, 6 gíra skipting leysir þá Tremec T-56 skiptinguna af hólmi.
Jæja, þetta er kannski orðið of langt hjá mér en ég bara mátti til með að skrifa um þetta tæki.
Til gamans má geta að þegar Mustang Monthly reynsluók millitýpunni í mars í fyrra tóku þeir fram að þeir hefðu ekki áttað sig fyrr en bíllinn var kominn í 80mph (130kmh).
Kv. Baldvin