Sjálfvirk innsog eru alltaf stillanleg. Ef þú þekkir í sundur hluta blöndunga þá geturðu stillt sjálfvirka innsogið. Á því er lok sem á að vera hægt að snúa með einhverju móti, stundum þarf að losa það með skrúfjárni og snúa svo með puttunum en það er misjafnt.
(Núna kemur smá fræðsla, vinsamlega hunsið hana ef þið þekkið þetta.)
Undir lokinu er fjöður. Það sem gerist er að þegar maður snýr þessu loki þá stillir maður spennuna á fjöðrinni. Meiri spenna þýðir að innsogsspjaldið lokar meira fyrir loftgöngin í blöndungnum og þegar strokkarnir fara að soga loft inn á sig myndast undirþrýstingur sem sogar síðan bensín út um dreifigatið (eða hvað sem það heitir). Eftir því sem innsogsspjaldið er stillt á meiri lokun, því sterkari verður eldsneytisblandan. Þannig getur maður stillt blöndunginn á minna innsog á sumrin til að ná niður eyðslu því þá er mótorinn auðveldari í gang, svo þegar kólnar er hægt að auka aftur við.
Sjálfvirkt innsog stýrist oft af rafmagnsmæli eða vacumi. Þú ættir því að geta séð vír eða gúmmíleiðslu sem liggur í blöndunginn nálægt sjálfvirka innsoginu. Ef þú endilega villt aftengja innsogið þá getirðu gert það bara með því að taka leiðsluna/vírinn úr sambandi. En þar sem þú getur hvort eð er stillt innsogið, því þá ekki að gera það?
E.s.
Endilega leiðréttið mig ef þið sjáið villur, ég veit að lengi má bæta við þetta en ég er að reyna að gera þetta skiljanlegt fyrir hvern sem er.