Þetta ætti að útskýra málið
http://auto.howstuffworks.com/turbo.htmÞað borgar sig engan vegin að setja túrbínu við vél sem ekki er smíðuð sem túrbóvél. Aðallega vegna þess að túrbóvél er yfirleitt með lægri þjöppu og þá þarftu að skipta um stimpla til að ná því og þá væntanlega stimpilstangir og þá sennilega sveifarás og svo þarf að bæta við bensíninnsprautuna til að geta brennt öllu þessu lofti sem túrbínan pumpar inn á vélina.
Fáðu þér bara túrbóbíl eða slepptu þessu nema þú sért með úrbrædda vél sem þarf hvort eð er að skipta um alla þessa hluti. Held samt að það borgi sig ekki.