Já…kraftmestu, þ.e.a.s. með flest HP kannski en ekki sneggstu og langt frá því að vera mest seldu. Og lang bestir uppá fjöllum. Taktu thundercat og svo t.d. lengdan Firecat 700 sem ég hef sjálfur reynslu af og F7 keyrir í kringum Thunderinn á fjöllum. Það skal engin segja mér að þú farir jafn langt á Thundercat Mountain og F7 með jafn langt belti þegar kemur að klifrinum ;)
Ég er samt ekki að segja að þetta séu al slæmir sleðar. Alls ekki. Við erum allir með misjafnan smekk. En þróunin í dag er samt öll í þessa átt, sjáðu bara 900sleðan hjá AC´…2cyl og núna var Polaris að koma með nýjan sleða, ohh, man ekki í augnablikinu hvað hann heitir, en hann er til alveg upp í 900 og jú, 2 cyl. Og enn einn sleðinn er M7 frá AC. En ég skal segja þér betur frá honum eftir áramót ;) ef þú skilur mig :D
3cyl sleðarnir eru bara svoddan sleggjur, en alveg svakalegir á ferðinni :)