Hæbb
Ég er með Colt turbo sem ég er að gera upp og það er komið að ræsingu. En það er vandamál, hann bleytir kertin undir eins, hann fær neista og bensín en bara allt of mikið bensín. Datt í hug hvort bensínspíssarnir hefðu farið vitlaust í. Það er nefninlega ekki bein innspýting í honum heldur einhversskonar rafstýrður blöndungur með tveimur spíssum. Getur verið að hann sé að gefa á vitlausum spíss, þ.e. á lokaða ventla? Eða kveikir einhver á þessu vandamáli?
Þegar ég tek kertin úr og starta, þá frussar hann þvílíku magni af bensíni uppúr sér…fáránlega miklu.

Endilega látið mig vita hvað ykkur dettur í hug. Það sakar ekki að reyna