Hraðskeiðasti bíllinn sem til er heitir McLaren F1 og er fljótasti götubíllinn sem til er. Enginn annar bíll kemst jafn hratt og þessi bíll, ekki einu sinni Ferrari. McLaren F1 fer í hundrað á aðeins 3,5 sekúndum og 9,6 sekúndum kemst hann upp í 200 km hraða. Sé bensíngjöfin stigin alla leið niður í gólfið fer hann upp í 374 km hraða. Enginn annar bíll fer upp í þann hraða en sá sem kemst næst því er Mercedes Benz CLK-GTR. Hámarkshraði hans er þó ekki nema 320 km á klst.
Og meðan ég er að skrifa þetta þá er BREYTTUR Skyline EKKI FJÖLDAFRAMLEIDDUR!!! Enn og aftur: McLaren F1 á enn metið sem hraðskreiðasti FJÖLDAFRAMLEIDDI GÖTUBÍLLINN. Sama hvað aðrir framleiðendur lofa að gera hraðskreiða bíla þá eiga þeir eftir að sanna það og standa við stóru orðin.
Eina breyting sem var gerð á McLaren F1 fyrir metatlöguna var að rev-limiter var fjarlægður úr honum en það er þá væntanlega löglegt skv. reglum um svona lagað… Það gilda nefnilega reglur þegar kemur að svona heimsmetum ef þau eiga að vera gild. Það nægir ekki að henda ónýtri V8 vél oní baðkar og henda concept car boddí yfir, setja það á bílasýningu og segja að eftir tvö ár verði þetta hraðskreiðasti bíll í heimi.
athyglisverð umræða hérna - þetta er orðin nokkurskonar uppflettisamkeppni á netinu hjá sumum :)
en svona í fullri alvöru þá er að verða athyglisverð þróun í “supersonic” geiranum og greinilega margir sem eru á þeim buxunum að velgja Macca-num undir uggum!
VW hugmyndasmiðjurnar halda áfram að gera góða hluti og stefna á 800 hestafla Bugatti EB 16.4 Veyron árið 2003 sem verður fáanlegur með túrbínu 1001 hestafl! þetta er náttúrulega komið út í algjöra vitleysu :)
og svo er það forljóta kvikindið Edonis sem er hannaður af frakkanum Marc de Champs og Nicola Materazzi sem hefur verið verkfræðingur hjá Ferrari, Lancia, Bugatti og Maserati..
þar er að finna 12 sílindra sem skila 680 hestöflum. en eins og Mal3 benti réttilega á einhvertíma er náttúrulega ekkert að marka þessar tölur!
ég held að þetta snúist að svo miklum hluta um karakter bílsins á þessu plani. Maccinn er eiginlega meiri list heldur en bifreið - allt við hann er svo gríðarlega útpælt og listfenglega gert að það verður líklega seint toppað! hann fékk umsjónarmann Top Gear á BBC og gamla Le Mans ökumanninn Tiff Needell næstum til að hoppa og skoppa af kæti - hann var eins og lítið barn með sleikjó! og þvílíkur brútal kraftur
veit ekki hvort það þjónar einhverjum tilgangi en ég er búnað slá inn specs af væntanlegum keppninautum F1 - misgóðum af sjálfsögðum ;) (allt uppúr Evo)
————– Ferrari FX (F60) - x fyrir xtreme! 6 lítra V12 eða jafnvel V10 sirka 625 hestar úr karbonfíber og kevlar stefnt að því að sala verði hafin á næsta ári minnsta kosti 300.000 pund
ég var ekki að skjóta á _þig_ með pissing contestið - annars var þetta bara svona létt grín, það er svo erfitt að vera kaldhæðinn gegnum netið - getur mistúlkast :)
Má ég minna á bíl sem ég benti á þann 10. apríl síðastliðinn enn það voru flest allir svo uppteknir af því að skammst út í mig því ég byrjaði á því að segja fólki að gleyma ákveðnum götubílum sem ég ætla ekki að nefna hérna aftur enn ég fyrirgef enn og aftur fyrir að hafa skrifa það enn ég vil bara benda aftur á Koenigsegg. Þetta er sænskur bíll sem er 1100 kg, 655hp og aðeins 3.2 sec í 100 og top speed er 390 km og þessi bíll kostar ekki nema 1/4 af því sem McF1 kostar!
Það á eftir að sannast því að Koenigsegg er ekki enn í framleiðslu. Þangað til það gerist og svona bíll er tekinn í alvöru atrennu að metinu á Macca enn metið. Megi hann lengi lifa!
P.S. Koenigsegg verður kannski sneggri en í mínum huga verður ekki enn búið að toppa F1.
Þó að þetta sé ekkert samanburðar hæft þá get ég komið með smá details um Top Fuel kvartmílubíla, en ekki einu sinni orrustuþotur ná svona upptaki né svona miklum hraða á þeim tíma sem þessir bílar ná.
Engine: 490cid V8, 16-71 Blower, est. hp. 7000 Fuel: Nitro-Methane Accelaration: 0-60 0.5 sec. 1/4 mile ET: 4.5 sec. 1/4 mile Speed: 330mph. G-Force Leve: 6
…og þetta gerist á 420 metrum.
Annars eru til götubílar í USA sem fara á 200-215 mph. á 1/4 mílunni. á undir 7 sekúndum.
The World Is Divided Into Two Kinds Of People: Those Who Have Tattoos, And Those Who Are Afraid Of People With Tattoos.
McLaren F1 er hraðskreiðasti “fjöldaframleiddi” götubíllinn!
Það var bara framleitt eitt eintak af Callaway Sledgehammer en ef þú átt 400.000 kall geturðu látið smíða annan. Hann er því ekki fjöldaframleiddur! Hann á ekki einu sinn metið á sínu sviði því að Audi Streamliner átti að ég held metið sem reynt var við á Sledgehammer. Um 250mph á almenningsvegi!
Það er hægt að röfla endalaust um hraðskreiða bíla. Sá hraðskreiðasti er Thrust SCC sem er knúinn þotumótor og fer yfir hljóðhraða. Augljósega ekki í sama flokki og McLaren F1.
Til að setja met McLaren F1 í samhengi þá er methraði hans næstum jafnhár og mesti hraði sem náðst hefur á kappakstursbíl í keppni. Nenni ekki að flétta upp hvaða Porsche það var en hann náði eitthvað yfir 240mph á Hunaudieres beina kaflanum á Le Mans áður en honum var breytt.
Það var 979 porschinn V10 twinturbo. og ekkert líkur porsche meira líkur F1 fyrir utan ljósin á honum. Seinna kom annar porsche fyrir le mans en hann hét 957 (jamm eins og Fm 957)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..