Hérna áður fyrr þá gerði ég nokkrar tilraunir með þetta. Hvar er best að kúpla saman og hersu mikið er spólað er. Oftast náði maður bestu starti með því að spóla sem minnst þó að maður missi niður aflið þessi fyrstu augnablik í fyrsta gír. Ég átti framhjóladrifinn twin cam á þessum tím og frekar léttan 970 Kg minnir mig og 101 Hö. Ef ég tók af stað með því að spóla út fyrsta gírinn þá náði ég ekki eins góðu starti eins og þegar ég reyndi að hemja spólið. Best var yfirleitt að byrja eins og maður ætli að spóla af stað en gefa bensínið upp aðeins til að spólið hætti og gefa svo í botn aftur, í þessum bíl var ekki kraftur til að ná spólinu upp aftur ef það var hætt. Ég spyrnti mikið við Colt Turbo '87 og yfirleitt tapaði ég fyrir Coltinum (125 hö) en ef hann passaði ekki snúninginn þegar hann kúplaði saman þá rétt marði ég hann. Svo er spurning hvar powerbandið nær toppi, stundum er betra að yfirsnúa til að koma betur inní næsta gír, en oftast er nú best að skipta á toppnum á powerbandinu. Á þessum twinn cam var yoppurinn í kringum 6,5 þús og fuelcutter í 7,2þús ca. Í fyrsta gír er hann snöggur upp prm skalan og þá var gott að skipta í 7,1 þús og koma vel inní 2. gír og svo ca. 6,8 inní 3. gír.
Þar á undan átti ég BMW 320 sex cylendra, þar var aðalmálið að fá hann til að henda sér á afturendan og spóla ekkert. Um leið og maður missi hann í spól henti hann sér ekki eins mikið á afturendan og því ekki eins mikil traction. Líklega hafa margir séð hvernig BMW hagar sér þegar þeim er gefið hraustlega, hann dettur niður að aftan og færir þyngdarpunktin aftar. Þetta geta því miður geta þetta ekki framhjóladrifs bílarnir þeir létta á framdekkjunum við inngjöf.
Og til að fyrirbyggja misskilning, þá voru þessar spyrnur aldrei innanbæjar og aldrei innan um aðra umferð, bara tveir bílar og búið.