Kerfin sem 12volt eru með eru mjög fín.
Þeir eru með Rattler sem er svona byrjunarkerfi og er með öllum þessum helstu hlutum. Bróðir minn fékk sér svona og er ánægður með það.
Svo eru þeir með Viper sem er aðeins stærra kerfi og býður upp á fleiri möguleika, ég átti svona á gamla bílnum mínum og þetta er líka mjög fínt kerfi.
Svo eru þeir með Python sem er toppurinn, endalausir stækkunarmöguleikar og hægt að bæta við raddmódul og alls konar. Ég er með svona á mínum bíl og þetta er mjög gott kerfi.
Bara spurning um hversu stór og flókin kerfi þú vilt.
Hafðu bara samband við þessa helstu, 12volt, nesradío og aukaraf og berðu saman verð og gæði. Persónulega hef ég ekki mjög góða reynslu af aukaraf en 12volt og nesradío hafa verið fínir.