Ég lenti fyrir aftan einn snilling á leiðinni heim í dag. Þetta var gamall maður í smábíl með númerið “Afi”. Hann var á sæbrautinni um 17:15 og var á vinstri akrein á um 30 km hraða. Það myndaðist náttúrulega strax góð röð fyrir aftan kallinn og hann var ekkert að hafa fyrir því að færa sig yfir á hægri akreinina.
Þar sem hann virtist vera hálfpartinn í öngum sínum þá var ég ekkert að leggjast á flautuna eða svoleiðis, skipti bara yfir á hægri akrein eftir smá spöl fyrir aftan kallinn og tók framúr.
Þegar svona er orðið ástatt um fólk þá á það ekkert erindi út í umferðina og ætti frekar að nota almennings samgöngur eða biðja ættingja um að redda sér.
Þegar nær dró heimilinu þá lenti ég fyrir aftan PT Cruiser og elti hann smá spöl. Hann var ekkert að spara hraðann og var á um 100 km hraða þar sem 60 er hámarkið. Fyrsti PT Cruiser sem ég hef séð hér á landi.
Svo rétt áður en ég kom heim rak ég augun í skemmtilegan BMW Z3 með númerinu “BMW”.
Ástæðan fyrir þessu röfli mínu er aðallega leiðindi :)