Ég ætlaði að fara segja að Ka séu asnalegir bílar enn svo las ég síðustu línuna hjá þér og hætti við það! d;D
Ok gott að það kom framm að þetta var pizzubíll!
Ég er fyrrverandi pizzusendill í eitt og hálft ár hjá tveim ónefndum pizzastöðum svo ég veit um hvað er verið að ræða!
Það er YFIRLEITT, vægastsagt mjög slæm notkun á pizzubílum (Samt ekki algilt) og það er ekki garanterað að hann hafi fengið gott viðhald þótt hann sé frá einhverjum pizzastað, ekki nema að þú sjáir það svart á hvítu!
Ef það er pizzubræla í bílnum þá skiptir það ekki miklu máli, hún er fljót að fara! Enn hringdu í tryggingarfélagið sem hann var trygður hjá og tékkaðu hvort hann hafi lent í einhverju, láttu líka einhvern specialis athuga hvort hann sjái hvort hafi verið skipt um einhverja hluti! (Vegna tjóns) Það tekur mann sem kann ekki langann tíma að sjá það! Svo er líka hvað verðið er sem þú ert að fá hann á! Segjum t.d. að listaverð sé 800.000 - Er þá verið að bjóða þér hann á 700.000 eða 500.000?
Því það er ekki gaman að fara standa í varahlutakaupum!
Ef þú veist hvaðan bílinn kemur (Frá hvaða pizzastað - þá er ég að tala um nákvæmlega hvaða “útibúi”) þá geturu prufað að talað við þá þar og tékkað á því hvort allir sendlar fái að keyra alla bíla eða hvort það eru fastir menn á bílunum!
Yfirleitt þegar eru fastir menn á bílum þá eru bílarnir betur farnir! Jafnvel hvort þeir muni eitthvað eftir þessum bíl sem þú ert að spá í og spurja hvort þeir viti um einhverja galla í honum eða hvort hann hafi lent í einhverju! Bara minnsta skemmd skiptir máli því þótt skemmdin sé lítil þá eru þessi bílar keyrðir ef hægt er að keyra þá og þá getur það skemmt frá sér og svo er gert við þetta litla og þá er eitthvað annað sem er að!
Svo er líka oft (ekki alltaf) sem pizzafyrirtækin kaupa ódýrari týpu af bílnum, minni vél 1.0 í staðin fyrir 1.4 og lélegri sæti og fl.
Skoðaðu hann vel áður enn þú kaupir hann!
Þú getur verið að gera góðann deal enn líka hin verstu kaup!
Annars er svo mikið framboð á bílum eins og þú líklega veist og ég held að ég myndi frekar mæla með því að kaupa sér 4-6 ára gamlann bíl á lítið t.d. Toyota Corolla, VW Golf, Nissan Sunny eða Almera, miklu betri bílar! frekar enn svona notaðann pizzabíl!