Sæll,
Í bílnum sem ég á núna eru filmur, þær voru í honum þegar ég keypti hann þannig að ég er ekki alveg viss hvaðan þær eru. Ég held að þær hafi verið settar í hjá Röff Töff. Ég lét setja filmur í gamla bílinn minn líka, þær voru frá Glóa í Kópavogi.
Ég er núna með filmur í öllum rúðum nema framrúðunni. Þar er ég reyndar með svona filmu efst í rúðunni sem nær c.a 10-15 cm niður á rúðuna, það er nokkuð þægilegt og líka soldið töff.
Svo eru ljósustu filmurnar í fremri hliðarrúðum og svo miðstyrkleiki í aftari hliðarrúðum og í afturrúðu.
Ég hef ekki orðið fyrir neinu böggi so far, enda eru ljósustu filmurnar alls ekki dökkar, en þær leyna á sér. Þó að þær eru kannski ekki vel sýnilegar, þá gera þær bílinn töluvert glæsilegri … það finnst mér allavega.
Ég hef lent við hliðina á löggu á ljósum og þeir litu ekki einusinni á mig, jafnvel þó að það væri rigning og blautt, en þá magnast áhrif filmunnar upp, og það verður nánast ómögulegt að sjá inn í bílinn ….
Well, þetta var allavega mín reynsla . . . .