Blue Coral er ágætt en ég hef notað Autoglym bónið undanfarið, það gefur mjög góðan glans, sérstaklega ef maður notar líka extra gloss dótið.
Annars hef ég heyrt að bón sem nota Carnauba wax séu mjög góð þannig að ég keypti Formula 1 Carnauba wax í Bílanaust um helgina en hef ekki ennþá prófað það.
í fituni felast gæðin… gamla góða mjallarbónis er frábært (þetta í hvítu dollunum með rauðu lokin) það er ódýrt og það er martröð að bóna með því en bíllin þinn er óriðgandi með því! og glansin er ekki jafn mikill kannski og í autoglym en hann er dýpri og ekki síðri!
Ef þú vilt fá það BESTA prófaðu að komazt yfir Zymöl. Það á að hafa mesta innihald allra bóna af hvítu carnauba. Það er dýrt en þeir sem þekkja til hampa því.
Hér heima hef ég notað Autoglym og er yfir mig hrifinn þótt einhverjir séu að segja að endingin sé ekki góð. Fuck em ég vill bóna flottu bílana oft! :) Að nota bara nokkru sinni á ári Autoglym með Super Gloss yfirþekju reddar glansanum og svo bara tekur maður reglulega með Sonax. Tjaran burt, glansinn helst og vörnin ætti að duga. Ég fíla að nota næstum alla Autoglym línuna en nota svo Arexons felguhreinsi og vélarhreinsi ásamt Sonax bóninu.
Svo hef ég heyrt að Ultra Gloss sé mjög gott en hef aðeins prófað það 1-2 og fannst árangurinn þokkalegur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..