Ég vildi benda áhugasömum á það að kíkja á Vefsíðu Leós sem er í tenglasafninu á bílasíðunni. Leó M. Jónson virðist vera maðurinn á bak við síðuna en hann ættu menn að þekkja fyrir skrif hans í bílablaðið Bíllinn ásamt pistlum sem hann skrifaði á tímabili í Bílablað Morgunblaðsins. Að mínu mati voru þessir pistlar það lang besta sem var í Bílablaði Moggans.
Það eru nokkrar greinar á þessari síðu en þær eru bæði langar og greinargóðar þannig að best að kíkja þarna þegar maður hefur nægan tíma til að fræðast um bíla.