Þar sem stendur að þú sért “Inni sem:” stendur notendanafnið þitt og stig. Smelltu á stig til að fræðast um þetta.
911 Cab. vs. Z8 er eppla og appelsínu samanburður. Porsche er betri bíll að mínu mati en ef ég á að fá mér Porsche yrði það 911 með þaki eða Boxster. Z8 hefur frábæran mótor, að mínu mati vafasama útlitshönnun og aksturseiginleika sem ættu líklegast best heima í USA eða á Autobahn í Þýskalandi. Bíllin sem ég myndi taka ef við ætlum að tala um bíla eins og Z8 væri líklegar Jaguar XKR blæjubíll en enn og aftur vill ég frekar hafa XKRinn minn með þaki og þá vill ég frekar 911 Carrera 4 eða GT3 :) Fyrir Z8 pening er maður samt kominn hættulega nálægt einu flottasta blæjubílnum í dag: Ferrari 360 Spider. Ósigrandi útlitslega séð, örugglega ótrúlegur mótor að öllu leiti, sérstaklea hvað varðar hljóð (MJÖG mikilvægt í blæjara) og aksturseiginleikar sem koma blóðrásinni af stað. Ef ég ætlaði að eyða svona pening í BMW myndi ég bara skella mér á M5, M3 eða jafnvel M-Coupe og spara helling af pening og keyra betri og flottari bíl… Tjah, spurning þó hvort M-Coupe er flottari en ég fíla hann betur. Best þó að hafa innréttingarnar einlitar…