Ef þú ætlar að beygja líka þá er hásing aldrei efst á blaði. Ef svo væri myndi t.d. Ferrari 550 örugglega hafa þannig búnað… Ef þú hefur ekki áhyggjur af beygjum eða smámunum eins og ósléttum vegum þá er hásingin örugglega besta mál. Merkilegt nokk, ég hef áhyggjur af ójöfnum í vegum.
Skoðaðu t.d. Caterham, þar er nær einungis hásing í ódýrustu “Classic” bílunum. Betri bílarnir fá nær allir de-dion afturöxul. Það sem virðist almennt virka best hvað fjöðrun varðar er helst double wishbone og multilink, þótt margir ná að gera ótrúlega hluti með McPherson eða jafnvel torsion-bar fjöðrun.
P.S. Það er ekki enn búið að segja mér hvað það þýðir að hásing sé 12 eða fjórtán bolta. Hvað þýðir það að Ford hásingin sé 9"?